Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. janúar 2023 14:05 Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga og Jóhann Stefánsson, aðstoðarskólastjóri, sem tóku á móti viðurkenningunni frá Forseta Íslands. Með þeim á myndinni er líka Ásgerður Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira