„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 11:03 Birgir ræddi við The Street meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Vísir/Vilhelm „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira