Kennarinn í MS: „Afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 18:54 Margrét Haraldsdóttir framhaldsskólakennari segir málið ósköp einfalt. Verið sé að sýna þegar tilteknar stefnur í stjórnmálum fari út í öfga. Nákvæmlega eins glæra hafi verið tekin um öfgar á vinstrivæng. Facebook/Samsett Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af glæru úr kennslustund í Menntaskólanum við Sund á Facebook í vikunni, þar sem hann harmaði pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Elliði sagði að á glærunni væri verið að líkja Sjálfstæðisflokknum við Þýskaland Hitlers og Gestapo. Helga Sigríður Þórsdóttir rektor menntaskólans sagði við mbl.is í gær að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Ekki væri hægt að átta sig á umfjöllunarefni kennslustundarinnar umþrættu. Skaut á tengsl kennarans við stjórnmálaflokk Ekki stóð á svörum og brást Elliði við athugasemdum rektors í dag. Þar sagðist hann hreinlega ekki átta sig á því í hvaða samhengi framsetningin teldist eðlileg. Hann skaut föstum skotum á kennarann, sem hann sagði hafa skipað fjórða sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir skömmu síðan. Því næst bað hann rektor svara: „Í hvaða samhengi teldir þú þessa glæru réttlætanlega?“ Kennarinn sem um ræðir er Margrét Haraldsdóttir. Hún segir í samtali við Vísi að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er öfgaútgáfa af hægristefnu, þegar þetta er tekið alveg út fyrir. Þetta er glæra sem útskýrir það, þegar farið er út í öfgana. Þetta er svona eins og að taka þjóðkirkjuna og fara svo yfir í bókstafstrú; hvað gerist þegar þú ferð út í öfgana. Þarna er verið að tala um, þegar teknar eru bara mjög góðar stefnur, frjálshyggja, íhaldsstefna eða kristni eða hvað sem er, og farið út í öfga.“ Tekin alveg eins glæra á hinn veginn Útskýringarnar koma heim og saman við mynd af glærunni. Það er, dæmi er tekið um sterka foringja, þar sem nefndir eru Davíð Oddsson og Donald Trump. Lína er svo dregin yfir í „einræði: Hitler og Mússólíní.“ „Og svo er það líka á hinn veginn. Það er tekin alveg eins glæra á hinn veginn þegar farið er úr sósíalisma yfir í kommúnisma og anarkisma. Sem endar með ósköpum eins og við vitum í Sóvétríkjunum og allt þetta. Það er verið að sýna öfgar í báðar áttir.“ Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, er lína til dæmis dregin frá stéttaskiptingu yfir í kynþáttafordóma; það er, þegar farið er út í öfga.Facebook Aðspurð um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum segir Margrét slíkar meiningar af og frá. Kennarar hafi mjög mismunandi skoðanir og passi vel að gæta hlutleysis eins og hægt er. „Þá get ég bara sagt þér að afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins, það er kannski allt í lagi að slá því upp líka,“ segir hún og hlær.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. 13. janúar 2023 23:05