Loppumarkaðir hækka þóknun á seldum vörum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 11:31 Brynja Dan segir síðustu ár hafa verið mjög erfið, rekstrarlega séð Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg. „Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%. Verslun Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
„Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%.
Verslun Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira