Loppumarkaðir hækka þóknun á seldum vörum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 11:31 Brynja Dan segir síðustu ár hafa verið mjög erfið, rekstrarlega séð Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg. „Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%. Verslun Neytendur Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
„Já, við hækkuðum prósentuna í haust. Við erum auðvitað að díla við erfitt árferði eins og allir. Leigan okkar er vísitölutengd og hækkar í hverjum mánuði, það er ekki ódýrt að leigja í Smáralind,“ segir Brynja Dan, eigandi Extraloppunar. Undanfarin ár erfið Brynja segir síðustu ár hafa verið mjög erfið rekstrarlega séð. „Það hafa verið fjórar launahækkanir síðustu tvö árin, og við erum með 15 manns í vinnu. Auðvitað erum við glöð að starfsfólkið fái betur borgað, en þetta hefur samt sem áður áhrif. Svo kom covid og við fengum enga lækkun á leigunni eða neitt, vorum með hálf tóma búð í tvö og hálft ár. Það reif vel í.“ Extraloppan hækkaði því þóknunina á seldum vörum úr 15% í 18%. Brynja segir að viðskiptavinir sýni hækkuninni skilning og að engar kvartanir hafi borist. Þá munu þeir sem bókuðu bás áður en hækkunin tók gildi ennþá greiða 15% þóknun. Básaleiga enn sú sama Brynja segir að básaleiga hafi ekki hækkað neitt en einhvernveginn þurfi að mæta auknum rekstarkostnaði. „Við erum samt sem áður með lægstu prósentuna af þessum fyrirtækjum,“ segir Brynja og vísar væntanlega til annara loppufyrirtækja. Fréttastofa kannaði helstu verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu, aðstöðu þar sem viðskiptavinir geta leigt bás og selt fatnað og fylgihluti. Verzlanahöllin tekur 18% þóknun fyrir þjónustuna og er því á pari við Extraloppuna, Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% yfir í 20% og Hringekjan tekur 30%. Barnaloppan hækkaði einnig nýlega úr 15% upp í 18% en eigendur eru þeir sömu og að Extraloppunni. Brynja hefur ekki áhyggjur af því að þessi hækkun komi til með að skaða viðskiptin. „Ég er bara svo þakklát fyrir alla viðskiptavinina sem hafa sýnt þessu skilning. Það er magnað að við höfum náð að lifa síðustu ár af. Ég er bara að springa úr stolti yfir þessari litlu búð,“ segir Brynja Dan að lokum. Fram kom í fréttum sumarið 2022 að Extraloppan hefði greitt 22 milljónir króna í arð fyrir árið 2021. Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við áttatíu milljónir árið 2020. Rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar sjö milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021. Ekki náðist í Guðna Þór Guðnason, eiganda Gullið mitt, við vinnslu fréttarinnar. Þóknun á seldum vörum í Gullið mitt hækkaði nýverið úr 15% í 20%.
Verslun Neytendur Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira