Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 12:00 Friðrik Jónsson formaður BHM segir að samninganefndir hafi enn ekki komist á dýptina, enda var fyrsti formlegi fundur þeirra á föstudag. Vísir/Arnar Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00
„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45
Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23