Lífið

Kvik­mynda­stjarnan Gina Lollobrigida er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Gina Lollobrigida hélt upp á 95 ára afmæli sitt síðasta sumar.
Gina Lollobrigida hélt upp á 95 ára afmæli sitt síðasta sumar. Getty

Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag. Lollobrigida fór með hlutverk í myndum á borð við Hringjaranum í Notre Dame og Fallegri en hættulegri. Á ferli lék hún meðal annars á móti leikurum eins og Humphrey Bogart, Frank Sinatra, Rock Hudson og Errol Flynn.

Gina Lollobrigida gekk undir nafninu Lo Lollo í heimalandinu og var ein af síðustu eftirlifandi stórstjörnunum frá gullöld kvikmyndanna.Getty

Undir lok sjöunda áratugarins fækkaði hlutverkunum nokkuð þegar hún fór að leggja stund á ljósmyndun og hóf afskiptum af stjórnmálum.

Lollobrigida hlaut sérstök verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 1961 sem „eftirlæti áhorfenda“. Þá tók hún við sérstökum heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1986.

Lollobrigida gekk undir nafninu Lo Lollo í heimalandinu og var ein af síðustu eftirlifandi stórstjörnunum frá gullöld kvikmyndanna.

Í frétt BBC segir að Bogart hafi einum tímapunkti sagt að Lollobrigida léti „Marilyn Monroe líta út eins og Shirley Temple“. Fram kemur að kvikmyndamógúllinn Howard Hugheshafi ítrekað beðið um hönd hennar og þá hafi hún átt í stöðugum erjum við samlöndu sína og kollega, Sophiu Loren.

Lollobrigida var gift slóvenska lækninum Milko Škofič en þau skildu árið 1971. Þau eignuðust eitt barn saman. 

Gennaro Sangiuliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, kveður Lollobrigida fyrir hönd þjóðar sinnar á Twitter. 


Tengdar fréttir

Fer í framboð 95 ára

Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.