Íslenski boltinn

FH nælir í varnarmann úr Breiðholti

Sindri Sverrisson skrifar
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er orðinn leikmaður FH.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er orðinn leikmaður FH. @fhingar

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er genginn í raðir FH frá Leikni R. og mun því halda áfram að spila í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð.

Gyrðir er 23 ára varnarmaður sem uppalinn er hjá KR en hóf meistaraflokksferilinn með Leikni árið 2019, þegar liðið var í næstefstu deild. Hann komst með því upp í efstu deild og hefur alls leikið 40 leiki í efstu deild og 41 í þeirri næstefstu.

Í tilkynningu FH-inga segir að Gyrðir geti leyst nokkrar stöður aftarlega á vellinum og sé líkamlega sterkur, fljótur og öflugur leikmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×