Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 13:16 Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Vísir/Vilhelm Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent