Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2023 16:52 Sara Björk Gunnarsdóttir vann allt sem hægt er að vinna með Lyon. getty/Clive Brunskill Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara yfirgaf Lyon síðasta sumar eftir tvö ár hjá franska stórveldinu. Hún vann allt sem hægt var að vinna með Lyon, meðal annars Meistaradeild Evrópu í tvígang. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember 2021 og hefur áður ýjað að því að hún hafi ekki verið fullkomlega sátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. Í grein á vefsíðunni The Players Tribune segir Sara loks frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því. Og ekki er hægt að segja að það sé falleg lesning. Ég veit að þessi saga gæti komið við kaunin á valdamiklu fólki í fótboltanum. Þú átt ekki að tala um þessa hlið leiksins. En ég verð að segja sannleikann. Með þessum orðum hefst grein Söru. Hún segir að fyrst hafi allir hjá Lyon virst skilningsríkir en annað kom á daginn. Hún fékk til að mynda ekki laun frá Lyon fyrstu mánuðina eftir að hún varð ólétt og hætti að spila. Hún hafi þá komist að því hversu lítil réttindi barnshafandi leikmenn hefðu. This is not just business. This is about my rights as a worker, as a woman and as a human being. Finally telling my story after I got pregnant in Lyon and the treatment I got while I was pregnant and returning to the pitch!— Sara Björk (@sarabjork18) January 17, 2023 Umboðsmaður Söru var í sambandi við Lyon sem streittist á móti, borguðu henni ekki laun og báru frönsk lög fyrir sig. Umboðsmaðurinn tjáði Lyon þá að þau myndu fara með málið fyrir FIFA þar sem Lyon færi ekki eftir reglum FIFA um barneignarleyfi. Framkvæmdastjóri Lyon, maður að nafni Vincent, tjáði henni þá að ef þau gerðu það ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Ef Sara fer með þetta til FIFA á hún sér ekki framtíð hjá Lyon. Söru var eðlilega brugðið við þessi tíðindi og staðan var óljós, enda var hún ólétt á Íslandi, óviss hvort hún væri enn með vinnu hjá Lyon. Sara segir að þetta hefði átt að vera hamingjuríkasti tími lífsins en í staðinn var hún ringluð, stressuð og fannst hún svikin. Heyrði aldrei frá Lyon Sara æfði stíft á meðgöngunni og borgaði fyrir styrktarþjálfara úr eigin vasa. Hún heyrði aldrei frá neinum frá Lyon, úr þjálfarateyminu eða í yfirstjórn félagsins en var þó í sambandi við samherja sína, liðslækninn og sjúkraþjálfara. Sara með Ragnar Frank Árnason.vísir/vilhelm Sem fyrr sagði eignaðist Sara Ragnar Frank í nóvember 2021. Í ársbyrjun 2022 hélt hún svo aftur til Lyon. Hún var staðráðinn í að gefast ekki upp og leggja sig alla fram þrátt fyrir mótlæti. En fljótlega rakst hún á veggi. Sara segir að komið hafi verið öðruvísi fram við hana eftir að hún sneri aftur og henni hafið verið látið líða eins og barnalánið hafi verið neikvætt. Söru var til að mynda bannað að koma með Ragnar Frank í útileiki því óttast var að hann myndi fara að gráta og þar af leiðandi trufla leikmenn þegar þeir ferðuðust í lest eða flugvél. Þetta var meðan Sara var enn með hann á brjósti og því erfitt fyrir hana að vera frá honum. Forsetinn yrti ekki á hana Næstu mánuðir voru erfiðir og Söru var fljótlega ljóst að hún ætti sér ekki frekari framtíð hjá félaginu. Vincent ítrekaði að þetta væri ekki persónulegt en eftir að hinn aldraði forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, virti hana að vettugi á fundi var henni ljóst að svo væri ekki. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sýndi stöðu Söru lítinn skilning.getty/Fabrizio Carabelli Í maí síðastliðnum kom svo niðurstaða lögsóknarinnar á hendur Lyon. Félaginu var gert að greiða Söru launin sem það skuldaði henni. Niðurstaðan var talsverður áfellisdómur yfir Lyon sem fylgdist ekki með henni né studdi á meðan meðgöngunni stóð. Félagið átti að sjá um að allt væri í lagi hjá henni en gerði það ekki. Sara segir að niðurstaða FIFA hafi verið fagnaðarefni, ekki bara fyrir sig heldur aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Sara segist að lokum vera hæstánægð hjá sínu nýja félagi, Juventus, sem hún samdi við í sumar. Grein hennar má lesa með því að smella hér. Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Sara yfirgaf Lyon síðasta sumar eftir tvö ár hjá franska stórveldinu. Hún vann allt sem hægt var að vinna með Lyon, meðal annars Meistaradeild Evrópu í tvígang. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember 2021 og hefur áður ýjað að því að hún hafi ekki verið fullkomlega sátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. Í grein á vefsíðunni The Players Tribune segir Sara loks frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því. Og ekki er hægt að segja að það sé falleg lesning. Ég veit að þessi saga gæti komið við kaunin á valdamiklu fólki í fótboltanum. Þú átt ekki að tala um þessa hlið leiksins. En ég verð að segja sannleikann. Með þessum orðum hefst grein Söru. Hún segir að fyrst hafi allir hjá Lyon virst skilningsríkir en annað kom á daginn. Hún fékk til að mynda ekki laun frá Lyon fyrstu mánuðina eftir að hún varð ólétt og hætti að spila. Hún hafi þá komist að því hversu lítil réttindi barnshafandi leikmenn hefðu. This is not just business. This is about my rights as a worker, as a woman and as a human being. Finally telling my story after I got pregnant in Lyon and the treatment I got while I was pregnant and returning to the pitch!— Sara Björk (@sarabjork18) January 17, 2023 Umboðsmaður Söru var í sambandi við Lyon sem streittist á móti, borguðu henni ekki laun og báru frönsk lög fyrir sig. Umboðsmaðurinn tjáði Lyon þá að þau myndu fara með málið fyrir FIFA þar sem Lyon færi ekki eftir reglum FIFA um barneignarleyfi. Framkvæmdastjóri Lyon, maður að nafni Vincent, tjáði henni þá að ef þau gerðu það ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Ef Sara fer með þetta til FIFA á hún sér ekki framtíð hjá Lyon. Söru var eðlilega brugðið við þessi tíðindi og staðan var óljós, enda var hún ólétt á Íslandi, óviss hvort hún væri enn með vinnu hjá Lyon. Sara segir að þetta hefði átt að vera hamingjuríkasti tími lífsins en í staðinn var hún ringluð, stressuð og fannst hún svikin. Heyrði aldrei frá Lyon Sara æfði stíft á meðgöngunni og borgaði fyrir styrktarþjálfara úr eigin vasa. Hún heyrði aldrei frá neinum frá Lyon, úr þjálfarateyminu eða í yfirstjórn félagsins en var þó í sambandi við samherja sína, liðslækninn og sjúkraþjálfara. Sara með Ragnar Frank Árnason.vísir/vilhelm Sem fyrr sagði eignaðist Sara Ragnar Frank í nóvember 2021. Í ársbyrjun 2022 hélt hún svo aftur til Lyon. Hún var staðráðinn í að gefast ekki upp og leggja sig alla fram þrátt fyrir mótlæti. En fljótlega rakst hún á veggi. Sara segir að komið hafi verið öðruvísi fram við hana eftir að hún sneri aftur og henni hafið verið látið líða eins og barnalánið hafi verið neikvætt. Söru var til að mynda bannað að koma með Ragnar Frank í útileiki því óttast var að hann myndi fara að gráta og þar af leiðandi trufla leikmenn þegar þeir ferðuðust í lest eða flugvél. Þetta var meðan Sara var enn með hann á brjósti og því erfitt fyrir hana að vera frá honum. Forsetinn yrti ekki á hana Næstu mánuðir voru erfiðir og Söru var fljótlega ljóst að hún ætti sér ekki frekari framtíð hjá félaginu. Vincent ítrekaði að þetta væri ekki persónulegt en eftir að hinn aldraði forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, virti hana að vettugi á fundi var henni ljóst að svo væri ekki. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sýndi stöðu Söru lítinn skilning.getty/Fabrizio Carabelli Í maí síðastliðnum kom svo niðurstaða lögsóknarinnar á hendur Lyon. Félaginu var gert að greiða Söru launin sem það skuldaði henni. Niðurstaðan var talsverður áfellisdómur yfir Lyon sem fylgdist ekki með henni né studdi á meðan meðgöngunni stóð. Félagið átti að sjá um að allt væri í lagi hjá henni en gerði það ekki. Sara segir að niðurstaða FIFA hafi verið fagnaðarefni, ekki bara fyrir sig heldur aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Sara segist að lokum vera hæstánægð hjá sínu nýja félagi, Juventus, sem hún samdi við í sumar. Grein hennar má lesa með því að smella hér.
Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti