Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2023 21:30 Ölfusá, sem er meira og minna öll ísilögð þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.” Árborg Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Áin er núna meira og minna öll ísilögð og klakastíflur hafa myndast í ánni. Almannavarnaráð Árborgar kom saman í morgun vegna ástandsins og hlákunnar, sem spáð er á föstudaginn. „Áin er ísilögð hér upp með öllu og það hefur safnast mikið íshröngl fyrir og elstu menn muna ekki annað eins af ís margir hverjir, þannig að það verður úr vöndu að ráða þegar það fer að hlána. Það spáir mikilli rigningu og talsverðum hlýindum en það er spurning eftir svona mánaðar frost, hvort að það sé nógu langt til að hreyfa við því en þetta veit ég auðvitað ekki,“ segir Kjartan Björnsson, formaður Almannavarnaráðs Árborgar. Starfsmenn Árborgar voru að kanna í dag hvort dælur neðan jarðar í kringum Ölfusá væru ekki allar í lagi þurfi að nota þær. Mikið flóð var í ánni árin 1948 og 1968. „Það flæddi hér þá út um allt eins og yfir Þóristúnið og alveg upp að Austurvegi, þannig að það er alveg von á því ef það verður mikið flóð en við vonum að til þess komi ekki,” bætir Kjartan við. Formaður Almannavarnaráðs Árborgar, Kjartan Björnsson. Ráðið mun hittast aftur á fundi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan á þessi skilaboð til íbúa á Selfossi. „Við viljum bara hvetja íbúana að fara í forvarnir, losa niðurföll og annað slíkt og auðvitað skemmir það ekki fyrir hjá þeim, sem eiga heima næst ánni að setja sandpoka fyrir niðurföll ef af yrði en ég tek það alveg skýrt fram að við erum í rauninni bara að undirbúa viðbragðið,” segir Kjartan og bætir við. „Og svo síðdegis á fimmtudag þá mælumst við auðvitað til þess þegar það fer að hlána á föstudaginn að fólk sé ekki á óþarfa vappi í kringum ána, því auðvitað vitum við ekkert hvað getur gerst og það er bara gott að hafa varan á.”
Árborg Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira