„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 19:41 Lögreglan flutti Denaro með herflugvél í fangelsi á vesturströnd Ítalíu þar sem hann dvelur nú. Carabinieri/Getty Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira