Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir vann „tímamótasigur“ er fyrrum félagi hennar, Lyon, var gert að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var ólétt. Puma Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023 Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023
Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16
Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn