„Trúum ekki öðru en að stærsta innigrein landsins fái pláss“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 12:32 Sólveig Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. vísir/Sigurjón Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, kallar eftir því að ráðamenn sýni að gert sé ráð fyrir fimleikum í nýju þjóðarhöllinni sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2025. Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig. Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig.
Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira