Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Sif Atladóttir gladdist mjög fyrir hönd Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar hún hafði betur í baráttu sinni við Lyon. stöð 2 sport Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð. Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð.
Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira