Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Sif Atladóttir gladdist mjög fyrir hönd Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar hún hafði betur í baráttu sinni við Lyon. stöð 2 sport Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð. Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð.
Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira