Portúgalar hlupu yfir Grænhöfðaeyjar og komust upp fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2023 16:02 Diogo Branquinho hjá Portúgal og Bruno Landim hjá Grænhöfðaeyjum berjast um boltann í leiknum í dag. AP/Adam Ihse Fyrstu leikjum dagsins í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handbolta er lokið þar sem Spánverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Fyrsti leikurinn í milliriðli Íslands var kannski meira spennandi en margir bjuggust við en á endanum unnu Portúgalar öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum eftir algjör hrun hjá Grænhöfðeyingum. Spánverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum og enduðu um leið vonir Slóvena með því að vinna fimm marka sigur á Slóvenum, 31-26. Slóvenar voru að berjast fyrir lífi sínu í mótinu og náðu að komast yfir í fyrri hálfleik en eftir hann stóðu liðin jöfn, 15-15. Slóvenar komust í þrígang yfir í upphafi seinni hálfleiksins en á augabragði fór staðan úr 19-18 fyrir Slóveníu í 21-26 fyrir Spán. Eftir það voru Spánverjar með leikinn í sínum höndum. Sigur Spánverja þýðir jafnframt að Frakkar eru líka öruggir áfram þrátt fyrir að eiga eftir að spila tvo leiki. Eftir leikinn eru Spánverjar með átta stig, Frakkar með sex stig og Slóvenar bara fjögur stig. Slóvenar eru með slakari innbyrðis á móti Frökkum og geta því ekki komist upp fyrir þá og auðvitað ekki náð Spánverjum að stigum. Portúgalar hlupu yfir Grænhöfðaeyjar í seinni hálfleik sem þeir unnu 21-11 og þar með leikinn með tólf mörkum, 35-23. Portúgalar voru bara tveimur mörkum yfir í hálfleik á móti Grænhöfðaeyjum, 14-12, en settu í gírinn í seinni hálfleiknum þar sem þeir breyttu meðal annars stöðunni úr 19-15 í 30-16 með 11-1 kafla. Eftir það var engin spenna lengur til staðar eins og í fleiri leikjum hjá Grænhöfðaeyjum á þessu móti sem endað flestir með skrautlegum hætti. Antonio Areia skoraði níu mörk fyrir portúgalska liðið og Victor Iturriza var með fimm mörk. Delcio Pina var markahæstur hjá Grænhöfðaeyjum mðe sex mörk. Portúgalar komust upp fyrir Íslendinga með þessum sigri, eru með fimm stig á móti fjórum stigum hjá íslenska liðinu. HM 2023 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Fyrsti leikurinn í milliriðli Íslands var kannski meira spennandi en margir bjuggust við en á endanum unnu Portúgalar öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum eftir algjör hrun hjá Grænhöfðeyingum. Spánverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum og enduðu um leið vonir Slóvena með því að vinna fimm marka sigur á Slóvenum, 31-26. Slóvenar voru að berjast fyrir lífi sínu í mótinu og náðu að komast yfir í fyrri hálfleik en eftir hann stóðu liðin jöfn, 15-15. Slóvenar komust í þrígang yfir í upphafi seinni hálfleiksins en á augabragði fór staðan úr 19-18 fyrir Slóveníu í 21-26 fyrir Spán. Eftir það voru Spánverjar með leikinn í sínum höndum. Sigur Spánverja þýðir jafnframt að Frakkar eru líka öruggir áfram þrátt fyrir að eiga eftir að spila tvo leiki. Eftir leikinn eru Spánverjar með átta stig, Frakkar með sex stig og Slóvenar bara fjögur stig. Slóvenar eru með slakari innbyrðis á móti Frökkum og geta því ekki komist upp fyrir þá og auðvitað ekki náð Spánverjum að stigum. Portúgalar hlupu yfir Grænhöfðaeyjar í seinni hálfleik sem þeir unnu 21-11 og þar með leikinn með tólf mörkum, 35-23. Portúgalar voru bara tveimur mörkum yfir í hálfleik á móti Grænhöfðaeyjum, 14-12, en settu í gírinn í seinni hálfleiknum þar sem þeir breyttu meðal annars stöðunni úr 19-15 í 30-16 með 11-1 kafla. Eftir það var engin spenna lengur til staðar eins og í fleiri leikjum hjá Grænhöfðaeyjum á þessu móti sem endað flestir með skrautlegum hætti. Antonio Areia skoraði níu mörk fyrir portúgalska liðið og Victor Iturriza var með fimm mörk. Delcio Pina var markahæstur hjá Grænhöfðaeyjum mðe sex mörk. Portúgalar komust upp fyrir Íslendinga með þessum sigri, eru með fimm stig á móti fjórum stigum hjá íslenska liðinu.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira