Innlent

Uppruni Íslendinga, umfjöllun um konur og glærumálið

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Farið verður um víðan völl á Sprengisandi í dag, eins og svo oft áður. Þátturinn byrjar á því að Kristján Kristjánsson ræðir við Dr. Helga Þorláksson, fyrrv. próf. við HÍ í sagnfræði. Umræðuefnið er framhald á viðtal við Gísla Sigurðsson í síðustu viku um uppruna Íslendinga og kenningar þar um.

Næst ræðir Kristján við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur sem er m.a. pistlahöfundur á Fréttablaðinu en líka framkvæmdastjóri Almannaróms og fyrrverandi stjórnmálakona. Þau munu skoða það hvernig fjallað er um konur á opinberum vettvangi, hvort þær megi enn búa við erfiðari og bitrari umfjöllun en karlar sbr. t.d. umfjöllun formann Samfylkingar nýverið í VB og mörg önnur dæmi af svipuðum toga.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins verður einnig hjá Kristjáni og mun þeir ræða glærumálið mikla, það sem hann telur pólitíska innrætingu í skólum, pólitísk afskipti af kennslu og kennurum og fleira í þeim dúr auk þess að drepa á fleiri mál sem eru ofarlega á baugi ef tími vinnst til.

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður verður einnig í þættinum og ræðir um hugtakið hatursorðræða sem hann hefur haft efasemdir um, bæði merkingu og notagildi.

Sprengisandur hefst klukkan tíu og má hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×