Umfjöllun: Grænhöfðaeyjar - Ungverjaland 30-42 | Vonir Íslands úr sögunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2023 16:00 Gábor Anscin skoraði fjögur mörk fyrir Ungverjaland. Vísir/Vilhelm Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta karla. Þetta var ljóst eftir stórsigur Ungverjalands á Grænhöfðaeyjum, 30-42, í fyrsta leik dagsins í milliriðli II. Ísland átti veika von um að komast í átta liða úrslitin en til að það myndi gerast þurftu okkar menn að vinna Brasilíu og treysta á að Grænhöfðaeyjar myndu taka stig af Ungverjalandi og Svíþjóð af Portúgal. En vonin lifði ekki lengi. Ungverjar byrjuðu leikinn í Gautaborg í dag af miklum krafti og náðu strax góðu forskoti. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 5-11 og í hálfleik munaði sjö mörkum á liðunum, 15-22. Lítil spenna var í seinni hálfleiknum og eina spurningin í raun hversu stór sigur Ungverjalands yrði. Hann varð á endanum tólf mörk, 30-42. Ungverjar eru þó ekki komnir áfram því þeir þurfa að treysta á að Svíar vinni Portúgali í kvöld. Svíþjóð er komin áfram og öruggt með sigur í riðlinum. HM 2023 í handbolta
Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta karla. Þetta var ljóst eftir stórsigur Ungverjalands á Grænhöfðaeyjum, 30-42, í fyrsta leik dagsins í milliriðli II. Ísland átti veika von um að komast í átta liða úrslitin en til að það myndi gerast þurftu okkar menn að vinna Brasilíu og treysta á að Grænhöfðaeyjar myndu taka stig af Ungverjalandi og Svíþjóð af Portúgal. En vonin lifði ekki lengi. Ungverjar byrjuðu leikinn í Gautaborg í dag af miklum krafti og náðu strax góðu forskoti. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 5-11 og í hálfleik munaði sjö mörkum á liðunum, 15-22. Lítil spenna var í seinni hálfleiknum og eina spurningin í raun hversu stór sigur Ungverjalands yrði. Hann varð á endanum tólf mörk, 30-42. Ungverjar eru þó ekki komnir áfram því þeir þurfa að treysta á að Svíar vinni Portúgali í kvöld. Svíþjóð er komin áfram og öruggt með sigur í riðlinum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti