Handbolti

Slóvenar tryggðu sér þriðja sætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Slóvenar unnu sannfærandi sigur í dag.
Slóvenar unnu sannfærandi sigur í dag. PressFocus/MB Media/Getty Images

Slóvenar tryggðu sér þriðja sæti milliriðils I er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Svartfjallalandi í dag, 31-23.

Hvorugt liðið átti möguleika á því að komast í átta liða úrslit fyrir leik dagsins þar sem Frakkar og Spánverjar höfðu nú þegar tryggt sér efstu tvö sæti riðilsins. Slóvenar gátu þó með sigri tryggt sér þriðja sæti riðilsins, en það gæti reynst mikilvægt þegar kemur að því að ákvarða hvaða þjóðir fá þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna.

Slóvenar gáfu tóninn snemma og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Liðið gaf svo enn betur í og náði sjö marka forskoti í stöðunni 9-2. Slóvenar héldu forskoti sínu út fyrri hálfleikinn og leiddu að honum loknum með sjö marka mun, staðan 15-8.

Slóvenska liðið hleypti Svartfellingum aldrei nálægt sér í síðari hálfleik og vann að lokum sannfærandi átta marka sigur, 31-23. Eins og áður segir hafna Slóvenar því í þriðja sæti milliriðils I með sex stig, en Svartfellingar hafna ífimmta sæti með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×