Minningarathöfn Lisu Marie Presley: Vinir, ættingjar og aðdáendur heiðra stjörnuna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. janúar 2023 22:36 Hér má sjá hinsta hvíldarstað Lisu Marie. Getty/Jason Kempin Minningarathöfn var haldin í dag á lóð Graceland setursins í Memphis í Tennessee til minningar um Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley. Lisa Marie lést úr hjartastoppi þann 13. janúar síðastliðinn. Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44
Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45
Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16