Laus úr öndunarvél og af sjúkrahúsi eftir að hafa bjargað börnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 09:30 Peyton Hillis með leikkonunni Geena Davis en hann spilaði lengi í NFL-deildinni. Getty/Ernesto Di Stefano Fyrrum NFL-leikmaður sýndi mikla hetjudáð á dögunum og lagði líf sitt í mikla hættu en allt endaði vel sem betur fer. Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants. NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants.
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira