Snjóenglar, haltrandi Mahomes, herra óviðkomandi og sjóðheitir Ernir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 07:31 Brock Purdy, Mr. Irrelevant eða Herra óviðkomandi, vinnur hvern leikinn á fætur öðrum sem leikstjórnandi San Francisco 49ers. Getty/Lachlan Cunningham Cincinnati Bengals og San Francisco 49ers tryggðu sér sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL í gær og þau mæta þar liðum Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Leikmenn Bengals fögnuðu með snjóenglum á snævi þökktum vellinum í Buffalo eftir 27-10 sigur á heimamönnum í Bills. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Buffalo Bills liðið kemst ekki alla leið í Super Bowl þrátt fyrir miklar væntingar. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Leikurinn var endurtekning á leiknum sem var stöðvaður og aldrei kláraður tuttugu dögum áðu þegar varnarmaður Bills, Damar Hamlin, fékk hjartaáfall í miðjum leik. Hamlin náði sér og var meðal áhorfanda í gær. Töffarinn Joe Burrow leiddi sína menn í Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annað árið í röð þar sem liðið mætir aftur Kansas City Chiefs, Chiefs liðið sló út Jacksonville Jaguars með 27-20 sigri daginn áður en þar meiddist leikstjórnandinn Patrick Mahomes illa á ökkla. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Chiefs náði ekki stoppa Bengals í fyrra og þessi meiðsli Patrick Mahomes, sem kláraði leikinn á annarri löppinni, gætu sett strik í reikninginn um næstu helgi. Herra óviðkomandi, Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers, varð í gær fyrsti nýliðinn frá 2009 sem fer með sitt lið alla leið í úrslitaleik deildanna. Purdy fékk viðurnefnið Mr. Irrelevant, Herra óviðkomandi, af því að hann var valinn síðastur í nýliðavalinu. Tveir leikstjórnendur 49ers hafa meiðst og því fékk hann liðið í fangið með frábærum árangur. Varnirnir setti svið sinn á leik San Francisco 49ers og Dallas Cowboys en 49ers voru sterkari í lokin og unnu 19-12 þar sem hlauparinn Christian McCaffrey skoraði mikilvægt snertimark í fjórða leikhlutanum. Kúrekarnir héldu áfram að gera dýrkeypt mistök á úrslitastundu og missa af stærsta leiknum enn eitt árið. San Francisco 49ers mætir liði Philadelphia Eagles í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en Ernirnir rasskelltu New York Giants 38-7 í sínum leik um helgina og líta mjög sannfærandi út. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Leikmenn Bengals fögnuðu með snjóenglum á snævi þökktum vellinum í Buffalo eftir 27-10 sigur á heimamönnum í Bills. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Buffalo Bills liðið kemst ekki alla leið í Super Bowl þrátt fyrir miklar væntingar. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Leikurinn var endurtekning á leiknum sem var stöðvaður og aldrei kláraður tuttugu dögum áðu þegar varnarmaður Bills, Damar Hamlin, fékk hjartaáfall í miðjum leik. Hamlin náði sér og var meðal áhorfanda í gær. Töffarinn Joe Burrow leiddi sína menn í Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annað árið í röð þar sem liðið mætir aftur Kansas City Chiefs, Chiefs liðið sló út Jacksonville Jaguars með 27-20 sigri daginn áður en þar meiddist leikstjórnandinn Patrick Mahomes illa á ökkla. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Chiefs náði ekki stoppa Bengals í fyrra og þessi meiðsli Patrick Mahomes, sem kláraði leikinn á annarri löppinni, gætu sett strik í reikninginn um næstu helgi. Herra óviðkomandi, Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers, varð í gær fyrsti nýliðinn frá 2009 sem fer með sitt lið alla leið í úrslitaleik deildanna. Purdy fékk viðurnefnið Mr. Irrelevant, Herra óviðkomandi, af því að hann var valinn síðastur í nýliðavalinu. Tveir leikstjórnendur 49ers hafa meiðst og því fékk hann liðið í fangið með frábærum árangur. Varnirnir setti svið sinn á leik San Francisco 49ers og Dallas Cowboys en 49ers voru sterkari í lokin og unnu 19-12 þar sem hlauparinn Christian McCaffrey skoraði mikilvægt snertimark í fjórða leikhlutanum. Kúrekarnir héldu áfram að gera dýrkeypt mistök á úrslitastundu og missa af stærsta leiknum enn eitt árið. San Francisco 49ers mætir liði Philadelphia Eagles í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en Ernirnir rasskelltu New York Giants 38-7 í sínum leik um helgina og líta mjög sannfærandi út. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl)
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Sjá meira