Flóttamenn á Íslandi: Maður af manni verður að máli kunnur Anh-Đào K. Trần og Atli Harðarson skrifa 23. janúar 2023 10:01 Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa.Maður af manniverður að máli kunnuren til dælskur af dul. Þetta þýðir meðal annars að við öðlumst aukið vit með því að hitta annað fólk og tala við það. Í þessu gamla kvæði segir líka að „sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið.“ Skáldið sem orti þetta aftur í grárri forneskju skildi að menningarlegt ríkidæmi verður til þegar fólk kemur saman úr ólíkum áttum. Það bætir sjálfsþekkingu okkar að sjá eigin tilveru speglast í augum þeirra sem hafa ólíka reynslu. Undanfarin ár hefur annar höfundur þessa greinarkorns, Anh-Đào, tekið viðtöl við Víetnama sem komu hingað til lands sem flóttamenn árið 1979. Viðtölin segja sögu um líf þessa hóps en líka um samtíma okkar og samfélag. Umfjöllun um þau hefur birst í fræðilegum útgáfum. Fyrir Víetnamana sem komu hingað 1979 var margt gjörólíkt því sem þeir áttu að venjast. Einn þeirra, sem var bóndi, sagði frá komunni til landsins: „Þegar við fórum frá flugvellinum til Reykjavíkur horfði ég út um gluggann á rútunni og sá hvergi tré. Ég hugsaði með mér, hvernig get ég búið hér – hvað er hægt að rækta – ekki get ég gróðursett matjurtir – hvernig getum við lifað hérna.“ Samferðafólk hans hafði sömu áhyggjur og óttaðist að það væri lítið vit að setjast að í þessu landi. Það lýsir fyrstu árunum á Íslandi sem lífi á hrjóstrugum berangri þar sem auðnir, úfin hraun og vetrarmyrkur voru alger andstæða við birtuna heima, mannhafið og götur með skuggsælum trjám. Fáeinum vikum eftir komuna til landsins voru þau komin út á vinnumarkað og byrjuð að læra íslensku. Í viðtölunum kemur ýmislegt fram um málanám fólksins. Flest af því nam íslensku með hversdagslegum samskiptum fremur en með setu á námskeiðum enda naut það formlegrar íslenskukennslu í minna en hálft ár. Einnig kemur fram að þótt þau lærðu málið og stunduðu vinnu var erfitt fyrir þau að komast áfram á vinnumarkaði. Þorri hópsins var enn í sömu stöðu að fjórum áratugum liðnum, naut að vísu aukinnar viðurkenningar fyrir dugnað og áreiðanleika en stöðuhækkanir létu bíða eftir sér og þau höfðu ekki tækifæri til menntunar í skólakerfinu vegna þess að þau náðu ekki fullu valdi á tungumálinu. Af þessum sökum vantaði á að hæfileikar þeirra nytu sín. Annað efni sem sumir ræddu með trega og eftirsjá varðar ræktarsemi við víetnömskuna. Þótt hópnum sem kom 1979 hafi að mestu vegnað vel var það erfið reynsla að sjá börn sín tapa tengslum við móðurmálið. Um þetta sagði einn viðmælandinn: „Ég vann sjö daga vikunnar og hafði ekki tíma til að tala við þau á móðurmáli mínu. Þegar þau yrtu á mig eftir langan vinnudag svaraði ég stuttlega á íslensku. Ég var orðinn of þreyttur og þurfti að fara að sofa.“ Annar sagðist hafa reynt að tala víetnömsku við börnin sín „en þau önsuðu því ekki svo ég notaði þá litlu íslensku sem ég kunni til að ná sambandi við þau og fyrir vikið kunna þau lítið í víetnömsku.“ Raddir þessa fólks minna okkur á þann sannleika sem má lesa um í Hávamálum og var tæpt á hér í byrjun. Þær gefa líka tilefni til að hugsa um hvort við njótum ekki betur góðs af reynslu þeirra sem hafa víða ratað ef þau eiga þess bæði kost að leggja rækt við eigið mál og að læra íslensku. Atli Harðarson og Anh-Đào K. Trần starfa bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu sinni frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Rannsóknir hennar á lífssögu víetnamskra flóttamanna á Íslandi voru unnar með styrk frá RANNÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Atli Harðarson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa.Maður af manniverður að máli kunnuren til dælskur af dul. Þetta þýðir meðal annars að við öðlumst aukið vit með því að hitta annað fólk og tala við það. Í þessu gamla kvæði segir líka að „sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið.“ Skáldið sem orti þetta aftur í grárri forneskju skildi að menningarlegt ríkidæmi verður til þegar fólk kemur saman úr ólíkum áttum. Það bætir sjálfsþekkingu okkar að sjá eigin tilveru speglast í augum þeirra sem hafa ólíka reynslu. Undanfarin ár hefur annar höfundur þessa greinarkorns, Anh-Đào, tekið viðtöl við Víetnama sem komu hingað til lands sem flóttamenn árið 1979. Viðtölin segja sögu um líf þessa hóps en líka um samtíma okkar og samfélag. Umfjöllun um þau hefur birst í fræðilegum útgáfum. Fyrir Víetnamana sem komu hingað 1979 var margt gjörólíkt því sem þeir áttu að venjast. Einn þeirra, sem var bóndi, sagði frá komunni til landsins: „Þegar við fórum frá flugvellinum til Reykjavíkur horfði ég út um gluggann á rútunni og sá hvergi tré. Ég hugsaði með mér, hvernig get ég búið hér – hvað er hægt að rækta – ekki get ég gróðursett matjurtir – hvernig getum við lifað hérna.“ Samferðafólk hans hafði sömu áhyggjur og óttaðist að það væri lítið vit að setjast að í þessu landi. Það lýsir fyrstu árunum á Íslandi sem lífi á hrjóstrugum berangri þar sem auðnir, úfin hraun og vetrarmyrkur voru alger andstæða við birtuna heima, mannhafið og götur með skuggsælum trjám. Fáeinum vikum eftir komuna til landsins voru þau komin út á vinnumarkað og byrjuð að læra íslensku. Í viðtölunum kemur ýmislegt fram um málanám fólksins. Flest af því nam íslensku með hversdagslegum samskiptum fremur en með setu á námskeiðum enda naut það formlegrar íslenskukennslu í minna en hálft ár. Einnig kemur fram að þótt þau lærðu málið og stunduðu vinnu var erfitt fyrir þau að komast áfram á vinnumarkaði. Þorri hópsins var enn í sömu stöðu að fjórum áratugum liðnum, naut að vísu aukinnar viðurkenningar fyrir dugnað og áreiðanleika en stöðuhækkanir létu bíða eftir sér og þau höfðu ekki tækifæri til menntunar í skólakerfinu vegna þess að þau náðu ekki fullu valdi á tungumálinu. Af þessum sökum vantaði á að hæfileikar þeirra nytu sín. Annað efni sem sumir ræddu með trega og eftirsjá varðar ræktarsemi við víetnömskuna. Þótt hópnum sem kom 1979 hafi að mestu vegnað vel var það erfið reynsla að sjá börn sín tapa tengslum við móðurmálið. Um þetta sagði einn viðmælandinn: „Ég vann sjö daga vikunnar og hafði ekki tíma til að tala við þau á móðurmáli mínu. Þegar þau yrtu á mig eftir langan vinnudag svaraði ég stuttlega á íslensku. Ég var orðinn of þreyttur og þurfti að fara að sofa.“ Annar sagðist hafa reynt að tala víetnömsku við börnin sín „en þau önsuðu því ekki svo ég notaði þá litlu íslensku sem ég kunni til að ná sambandi við þau og fyrir vikið kunna þau lítið í víetnömsku.“ Raddir þessa fólks minna okkur á þann sannleika sem má lesa um í Hávamálum og var tæpt á hér í byrjun. Þær gefa líka tilefni til að hugsa um hvort við njótum ekki betur góðs af reynslu þeirra sem hafa víða ratað ef þau eiga þess bæði kost að leggja rækt við eigið mál og að læra íslensku. Atli Harðarson og Anh-Đào K. Trần starfa bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu sinni frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Rannsóknir hennar á lífssögu víetnamskra flóttamanna á Íslandi voru unnar með styrk frá RANNÍS.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar