Táknrænt að veðrið og samgönguvandi séu eins og fyrir fimmtíu árum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2023 12:43 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/JóiK Eyjamenn minnast þess í dag að hálf öld er liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir óveður gærdagsins svipa til veðursins sem var þann 22. janúar árið 1973, með tilheyrandi samgönguvanda sem sé nokkuð táknrænt. Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira