Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2023 14:54 Ákærðu í Rauðagerðismálinu sættu gæsluvarðhaldi um tíma á meðan rannsókn málsins stóð. Angjelin Sterkaj sat sætti varðhaldi allan tímann en aðrir sættu farbanni á síðari stigum rannsóknar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði. Landsréttur þyngdi dóminn yfir honum í 20 ár. Hinir þrír sakborningarnir í málinu, meintir samverkamenn Angjelins, voru sýknaðir í héraði en dæmd í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir samverknað. Öll fjögur óskuðu þau eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar - og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnum þeirra í byrjun desember. Í álitinu kom fram að ríkissaksóknari telji að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að dæma Angjelin til þyngri refsingar en sextán ára fangelsi. Vafi leiki á því hvort lögákveðnar aðstæður hafi verið fyrir hendi. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Hæstiréttur tekur aðeins mál til meðferðar ef þau hafa skýrt fordæmisgildi eða verulegt almennt gildi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leit Hæstiréttur til þess að það kynni að hafa verulega almenna þýðingu að fá skorið úr álitaefnum málsins fyrir réttinum. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði. Landsréttur þyngdi dóminn yfir honum í 20 ár. Hinir þrír sakborningarnir í málinu, meintir samverkamenn Angjelins, voru sýknaðir í héraði en dæmd í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir samverknað. Öll fjögur óskuðu þau eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar - og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnum þeirra í byrjun desember. Í álitinu kom fram að ríkissaksóknari telji að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að dæma Angjelin til þyngri refsingar en sextán ára fangelsi. Vafi leiki á því hvort lögákveðnar aðstæður hafi verið fyrir hendi. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Hæstiréttur tekur aðeins mál til meðferðar ef þau hafa skýrt fordæmisgildi eða verulegt almennt gildi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leit Hæstiréttur til þess að það kynni að hafa verulega almenna þýðingu að fá skorið úr álitaefnum málsins fyrir réttinum.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira