Lífið

Stálu sigrinum í loka­spurningunni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Afturelding og ÍBV mættust í þessum fyrsta þætti vetrarins af Krakkakviss.
Afturelding og ÍBV mættust í þessum fyrsta þætti vetrarins af Krakkakviss. Stöð 2

Ný þáttaröð af Krakkakviss hóf göngu sína um helgina. Það voru lið Aftureldingar og ÍBV sem mættust í þessum fyrsta þætti vetrarins.

Keppnin var hörð og þegar kom að lokaspurningunni munaði aðeins einu stigi á liðunum. Afturelding var með 24 stig og ÍBV með 23 stig. Lokaspurningin var svokölluð Þrjú hint spurning sem sem þrjú stig voru í boði fyrir rétt svar. Bæði lið áttu því jafna möguleika á sigri og var spennan mikil.

Spurt var um fyrirbæri sem leit fyrst dagsins ljós árið 1994. Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson átti þátt í sköpun fyrirbærisins þegar hann starfaði fyrir japanskt risafyrirtæki á þeim tíma sem fyrirbærið varð til.

Liðin giskuðu á bæði síma og tölvu en hvorugt var rétt.

Næsta vísbending var sú að fyrirbærið hefði verið ein vinsælasta jólagjöf ársins 2020. Fyrirbærið hefði jafnframt verið gefið út í fimm útgáfum.

ÍBV kom þá með svarið PlayStation sem reyndist rétt. Staðan var þá 26 - 24 fyrir ÍBV og stóð ÍBV þar með uppi sem sigurvegari þessarar fyrstu viðureignar.

Klippa: Stálu sigrinum í lokaspurningunni

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.