Skilorðsbundin refsing fyrir vörslu grófs teiknaðs barnakláms Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 18:17 Héraðsdómur Reykjavíkur Karlmaður var á dögunum dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa haft í vörslum sínum þónokkuð magn teiknaðs barnaníðsefnis. Í dómi segir að efnið hafi verið af afar grófu tagi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira