Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2023 07:01 Jude Bellingham verður einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar. Edith Geuppert - GES Sportfoto/Getty Images Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund. Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira