Íslenski boltinn

Leggur skóna á hilluna fyrir 24 ára afmælið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingimundur Aron Guðnason í leik með Keflavíkurliðinu. Hann hefur leikið sinn síðasta leik í bili að minnsta kosti.
Ingimundur Aron Guðnason í leik með Keflavíkurliðinu. Hann hefur leikið sinn síðasta leik í bili að minnsta kosti. Vísir/Daníel Þór

Ingimundur Aron Guðnason mun ekki spila með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Keflavík segir frá því á sínum miðlum að Ingimundur Aron hafi lagt skóna á hilluna. Hann verður ekki 24 ára fyrr en í mars og því er tekið fram í fréttinni að hann sé hættu „í bili allavega“ eins og segir þar.

Ingimundur Aron kom til Keflavíkur úr Garðinum en hann hefur spilað með félaginu síðan í fimmta flokki.

Ingimundur fékk fyrsta tækifærið með meistaraflokki sumarið 2017 þegar hann var aðeins átján ára gamall.

Frá því að Keflavík kom aftur upp í efstu deild 2021 þá hefur hann spilað 28 leiki, skoraði eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar.

Ingimundur glímdi við meiðsli síðasta sumar og náði bara tólf leikjum. Hann skoraði eitt mark sem var í leik á móti KA á Dalvík.

„Ingimundur er frábær leikmaður sem hefur sýnt frábæra frammistöðu og hefur náð 97 leikjum fyrir okkur og skorað í þeim 6 mörk. Utan vallar er hann hinn ljúfasti drengur sem hefur að geyma óteljandi kosti. Ingimundur er sannur Keflvíkingur og erum við honum afar þakklát fyrir hans framlag innan vallar sem utan til Keflavíkur að sinni og við vitum að hann styður okkur áfram utan vallar,“ segir í frétt á miðlum Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×