Alfreð gagnrýnir fyrirkomulag HM: „Gátum ekki undirbúið okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 17:01 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem mun nú spila um 5.-8. sæti á HM. Getty/Jan Woitas Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, óskaði Frökkum til hamingju með sigurinn í 8-liða úrslitum HM í gær en benti á hve ósanngjörn dagskrá mótsins, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð, væri. Það bitnaði á Þjóðverjum. Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð. HM 2023 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira