Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 15:28 Mótmælendur á Vesturbakkanum í dag. AP/Majdi Mohammed) Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu. Ísrael Palestína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu.
Ísrael Palestína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira