Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 16:02 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur. Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Rannsókn á innihaldi flasknanna leiddi í ljós að þar var um að ræða samtals 3.800 ml af amfetamínbasa semreyndist vera með40-43 prósent styrkleika. Í kjölfarið voru konurnar tvær handteknar. Anna gaf þá skýringu að hún hefði að beiðni manns, sem hún hafi nefnt Marek, fallist á að taka fjórar áfengisflöskur til landsins sem afhenda átti ótilgreindum aðila. Sagðist hún hafa tekið við flöskunum á bílastæði í Varsjá, af manni sem væri „tengdur“ fyrrgreindum Marek. Hún kvaðst hinsvegar hvorki kunna deili á þeim aðila né muna eftir útliti hans. Þá sagðist hún ekki muna nákvæmlega hvar hún fékk umræddar flöskur afhentar, annað en að það hefði verið á bílastæði í Varsjá. Anna sagðist ekki hafa haft grun um að í flöskunum leyndust ólögmæt ávana-og fíkniefni, enda hafi hvorki flöskurnar sjálfar né vökvainnihald þeirra gefið slíkt til kynna. Þá sagðist hún hafa fallist á að flytja flöskurnar til landsins sem vinargreiða, en hún væri „almennt mjög greiðvikin.“ Sagði flöskurnar hafa verið „gjöf eða þakklætisvottׅ“ Fram kemur í niðurstöðu dómsins að framburður Önnu sé „allur með ólíkindum“ og í raun fjarstæðukenndur enda liggi ekkert fyrir í málinu sem rennt geti stoðum undir framburð hennar. Þannig hafi hún til að mynda ekki getað veitt nokkrar upplýsingar um fyrrgreindan Marek, sem hún sagði hafa sett sig í samband við hana í síma þegar hún var stödd í Varsjá, þrátt fyrir að hún kvæðist hafa hitt hann nokkrum sinnum áður. Gat hún ekki sagt til um hvort hann væri hávaxinn eða lágvaxinn, ljós eða dökkur á hörund, en sagði að „stundum væri hann með húfu, stundum væri hann með skegg“. Þá gaf Anna engar skýringar á því hverjum umræddar flöskur voru ætlaðar, aðrar en þær að henni hafði verið falið að afhenda þær ótilgreindum aðila hér á landi sem gjöf eða „þakklætisvott“. Þá liggur fyrir að henni bárust fjögur símtöl úr tilgreindu pólsku númeri eftir að hún kom til landsins, sem hún gat ekki gefið fullnægjandi skýringar á. Þá þótti framburður hennar fyrir dómi jafnframt ekki samræmast því sem haft var eftir henni af tollverði þegar hún var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins. Sagðist hafa verið burðardýr Anna neitaði sök í málinu og í greinargerð verjanda hennar er vikið að því að verknaðarlýsing í ákæru samræmist ekki rannsóknargögnum, en í ákæru sé ekki gerð grein fyrir því hvernig Anna eigi að bera ábyrgð á þeim hluta vökvans sem samferðarkona hennar ferðaðist með til landsins, enda sé ljóst að Anna „flutti“ ekki þann hluta vökvans til landsins „sem farþegi í flugi“. Mat verjandinn það svo að skilja þyrfti ákæruna á þann veg að Anna hefði flutt vökvann til landsins fyrir aðra sem fjármögnuðu og skipulögðu brotið. Hún hefði verið svokallað burðardýr. Það væri því ekki hægt að gera hana ábyrga fyrir þeim hluta vökvans sem samferðarkonan flutti til landsins, án þess að útskýra í ákæru hvernig ábyrgð hennar á þeim hluta hefði komið til. Í niðurstöðu dómsins segir að hvorki af framburði ákærðu eða vitna né af gögnum máls verði nokkuð ráðið um það hvort einhver annar hafi staðið að skipulagningu innflutningsins eða fjármögnun hans. „Ákærða hefur greint frá því að hafa sjálf greitt fyrir ferð hennar og samferðarkonu hennar og annast bókun gistingar, þótt þær hafi báðar borið á þann veg að gera ætti upp kostnað síðar. Jafnvel þótt litið verði svo á að ákærða hafi ekki haft áform um að flytja efnin til landsins ber hún refsiábyrgð á slíkum innflutningi enda lé thún sér að minnsta kosti í léttu rúmi liggja hvort í flöskunum reyndust vera þau efni sem um er að tefla en hún gerði.“ Fram kemur að hin ákærða hafi ekki áður sætt refsingu hér á landi en ekkert liggur fyrir um sakarferil hennar í heimalandi hennar eða annars staðar. Við ákvörðun refsingar horfði dómurinn til þess að um var að ræða stórfellt brot og var einkum horft til hættulegra eiginleika efnanna, styrkleika þeirra og magns. Þótti því hæfilega ákveðin refsing vera fangelsi í fimm og hálft ár en til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem Anna hefur sætt vegna málsins síðan í ágúst 2022. Pólland Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Fram kemur í dómnum að þann 14.ágúst 2022 hafi konan, Anna Lefik Gawryszczak, verið stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt samferðakonu sinni. Báðar eru þær pólskir ríkisborgarar. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í flöskunum væri amfetamín. Rannsókn á innihaldi flasknanna leiddi í ljós að þar var um að ræða samtals 3.800 ml af amfetamínbasa semreyndist vera með40-43 prósent styrkleika. Í kjölfarið voru konurnar tvær handteknar. Anna gaf þá skýringu að hún hefði að beiðni manns, sem hún hafi nefnt Marek, fallist á að taka fjórar áfengisflöskur til landsins sem afhenda átti ótilgreindum aðila. Sagðist hún hafa tekið við flöskunum á bílastæði í Varsjá, af manni sem væri „tengdur“ fyrrgreindum Marek. Hún kvaðst hinsvegar hvorki kunna deili á þeim aðila né muna eftir útliti hans. Þá sagðist hún ekki muna nákvæmlega hvar hún fékk umræddar flöskur afhentar, annað en að það hefði verið á bílastæði í Varsjá. Anna sagðist ekki hafa haft grun um að í flöskunum leyndust ólögmæt ávana-og fíkniefni, enda hafi hvorki flöskurnar sjálfar né vökvainnihald þeirra gefið slíkt til kynna. Þá sagðist hún hafa fallist á að flytja flöskurnar til landsins sem vinargreiða, en hún væri „almennt mjög greiðvikin.“ Sagði flöskurnar hafa verið „gjöf eða þakklætisvottׅ“ Fram kemur í niðurstöðu dómsins að framburður Önnu sé „allur með ólíkindum“ og í raun fjarstæðukenndur enda liggi ekkert fyrir í málinu sem rennt geti stoðum undir framburð hennar. Þannig hafi hún til að mynda ekki getað veitt nokkrar upplýsingar um fyrrgreindan Marek, sem hún sagði hafa sett sig í samband við hana í síma þegar hún var stödd í Varsjá, þrátt fyrir að hún kvæðist hafa hitt hann nokkrum sinnum áður. Gat hún ekki sagt til um hvort hann væri hávaxinn eða lágvaxinn, ljós eða dökkur á hörund, en sagði að „stundum væri hann með húfu, stundum væri hann með skegg“. Þá gaf Anna engar skýringar á því hverjum umræddar flöskur voru ætlaðar, aðrar en þær að henni hafði verið falið að afhenda þær ótilgreindum aðila hér á landi sem gjöf eða „þakklætisvott“. Þá liggur fyrir að henni bárust fjögur símtöl úr tilgreindu pólsku númeri eftir að hún kom til landsins, sem hún gat ekki gefið fullnægjandi skýringar á. Þá þótti framburður hennar fyrir dómi jafnframt ekki samræmast því sem haft var eftir henni af tollverði þegar hún var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins. Sagðist hafa verið burðardýr Anna neitaði sök í málinu og í greinargerð verjanda hennar er vikið að því að verknaðarlýsing í ákæru samræmist ekki rannsóknargögnum, en í ákæru sé ekki gerð grein fyrir því hvernig Anna eigi að bera ábyrgð á þeim hluta vökvans sem samferðarkona hennar ferðaðist með til landsins, enda sé ljóst að Anna „flutti“ ekki þann hluta vökvans til landsins „sem farþegi í flugi“. Mat verjandinn það svo að skilja þyrfti ákæruna á þann veg að Anna hefði flutt vökvann til landsins fyrir aðra sem fjármögnuðu og skipulögðu brotið. Hún hefði verið svokallað burðardýr. Það væri því ekki hægt að gera hana ábyrga fyrir þeim hluta vökvans sem samferðarkonan flutti til landsins, án þess að útskýra í ákæru hvernig ábyrgð hennar á þeim hluta hefði komið til. Í niðurstöðu dómsins segir að hvorki af framburði ákærðu eða vitna né af gögnum máls verði nokkuð ráðið um það hvort einhver annar hafi staðið að skipulagningu innflutningsins eða fjármögnun hans. „Ákærða hefur greint frá því að hafa sjálf greitt fyrir ferð hennar og samferðarkonu hennar og annast bókun gistingar, þótt þær hafi báðar borið á þann veg að gera ætti upp kostnað síðar. Jafnvel þótt litið verði svo á að ákærða hafi ekki haft áform um að flytja efnin til landsins ber hún refsiábyrgð á slíkum innflutningi enda lé thún sér að minnsta kosti í léttu rúmi liggja hvort í flöskunum reyndust vera þau efni sem um er að tefla en hún gerði.“ Fram kemur að hin ákærða hafi ekki áður sætt refsingu hér á landi en ekkert liggur fyrir um sakarferil hennar í heimalandi hennar eða annars staðar. Við ákvörðun refsingar horfði dómurinn til þess að um var að ræða stórfellt brot og var einkum horft til hættulegra eiginleika efnanna, styrkleika þeirra og magns. Þótti því hæfilega ákveðin refsing vera fangelsi í fimm og hálft ár en til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem Anna hefur sætt vegna málsins síðan í ágúst 2022.
Pólland Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira