„Það verður alveg vel hvasst“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 23:03 Á höfuðborgarsvæðinu verður hvassviðri, vestan og suðvestan fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu og él með lélegu skyggni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“ Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“
Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum