Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2023 11:05 Hinn 22 ára Yusef Muhaisen borinn til grafar en hann var meðal þeirra sem lést í átökunum við Ísraela í gær. AP/Majdi Mohammed Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira