Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:00 Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis lýsir vonbrigðum með að Íslandsbankamálið sé komið í hefðbundnar skotgrafir. Vísir Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir. Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Niðurstaða minnihlutans í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir fjórtán fundi í nefndinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á hlut í Íslandsbanka, var að kalla eftir lögfræðiáliti. Lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar 22. mars í fyrra með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Meirihlutinn í nefndinni felldi tillöguna á fundi í vikunni. Þórunn Sveinbjarnadóttir formaður nefndarinnar sem situr í henni fyrir Samfylkinguna, lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það er nú oft þannig að meirihlutinn fellir það sem minnihlutinn leggur til á Alþingi Íslendinga. Auðvitað vonar maður að í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis ráði önnur sjónarmið ráði för og þau gera það oft,“ segir Þórunn. Hún telur mikilvægt að fá slíkt álit. „Mér finnst þetta vera hluti af eðlilegri skoðun. Við í minnihlutanum erum þeirra skoðunar. Þá óskaði þingmaður Pírata á fundinum eftir að málinu yrði skotið til úrskurðar forseta Alþingis, þ.e. ákvörðun meirihlutans um að fella tillöguna og það hefur verið gert,“ segir Þórunn. Þórunn segir málið á lokametrunum hjá nefndinni en hún hefur nú verið með skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölunni á Íslandsbanka til umfjöllunar á samtals fimmtán fundum. Nú sé beðið eftir úrskurði frá forseta Alþingis. „Þá skilar nefndin sínum álitum sem væntanlega verða tvö og þau eru tekin til umfjöllunar í þinginu,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Meirihlutinn segir Íslandsbankamálið á lokametrunum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig. 25. janúar 2023 14:28