Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi Eva Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2023 19:00 Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar