Brotnaði gjörsamlega eftir netníð og persónuárásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. janúar 2023 14:30 Helga Gabríela segir síðasta ár sömuleiðis hafa verið erfitt enda Frosti löngum stundum við vinnu sem sjómaður fjarri heimilinu. Hér eru þau á árshátíð 365 árið 2017. Vísir/Andri Marinó Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og eiginkona Frosta Logasonar fjölmiðlamanns, segist sjá eftir því hvernig hún tók til varna á Twitter í vikunni. Síðasta ár hafi reynst henni gríðarlega erfitt eftir að fyrrverandi kærasta Frosta sakaði hann um andlegt ofbeldi fyrir áratug. Hún hafi aldrei viljað tjá sig en einfaldlega brotnað vegna netníðs og persónuárása í garð eiginmannsins. Frosti fór í leyfi frá störfum sínum hjá Sýn í mars á síðasta ári þar sem hann hafði starfað sem dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2. Ástæðan var viðtal í þættinum Eiginkonur á Stundinni. Þar sagðist Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta Frosta, hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi hann tekið upp án hennar vitundar á meðan þau voru enn saman. Frosti óskaði eftir því að fara í leyfi þegar málið kom upp og birti yfirlýsingu þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á sinni hegðun. Hann kvaðst hafa verið haldinn þráhyggju í kjölfar sambandsslita þeirra og sagðist sjá mikið eftir hegðun sinni. Á dögunum sneri hann aftur á sjónarsviðið og stofnaði efnisveituna Brotkast, ásamt Helgu Gabríelu. Í fyrsta þætti segir Frosti meðal annars að að feðraveldið sé „uppdiktuð bullukollukenning“ og uppskar mikla gagnrýni á Twitter fyrir vikið. Í tísti stakk Guðrún Ósk Þórudóttir, sem einnig er hlaðvarpsstjórnandi, upp á því í hæðnistón að Frosti og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason skrifi bók saman um hve mikil fórnarlömb þeir séu. Sölvi steig úr sviðljósinu í rúmt ár eftir að hafa verið tilkynntur til lögreglu vegna meints ofbeldis. Helga Gabríela svaraði því tísti og stingur upp á að Guðrún „skelli sér á hlaupabrettið“ og „hætti að vera svona ógeðslegur netníðingur“. Því tísti var svarað af Tönju Ísfjörð, meðlimi félagasamtakanna Öfga, sem sakar Helgu um líkamssmánun. Í tísti sem Helga Gabríela hefur nú eytt segir hún Guðrúnu Ósk og Tanju Ísfjörð, meðlimi Öfga, að „skella sér á brettið og taka mataræðið í gegn”. Þannig gætu þær fengið að ríða og væru ekki svo gramar út í lífið. skjáskot Tilneydd til að svara Helga Gabríela hefur nú eytt sínum tístum og segist sjá mikið eftir því að hafa svarað í sömu mynt, eins og hún orðar það á Facebook. Í sömu færslu segist hún hafa kynnst Frosta árið 2014 þegar hann hafi enn verið að jafna sig af því andlega ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir í fyrra sambandi „og ég veit nógu mikið um það mál til að vita hversu ósanngjörn umfjöllunin um það hefur verið.“ Frosti gekkst við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar í mars á síðasta ári en segir þær nú að hluta til sannar í nýrri færslu á Facebook. Helga Gabríela segir líf þeirra Frosta hafa farið að blómstra þar til Edda, fyrrverandi kærasta Frosta, tók málið upp að nýju. Helga segir hana hafa málað Frosta upp sem ófreskju. „Ég get ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og öll fjölskylda hans geldur fyrir það,“ skrifar Helga Gabríela. Hún segist upplifa þær árásir sem árásir á hana sjálfa. „Allan þennan tíma fram til þessa hef ég aldrei svarað fyrir mig en þegar netníðið og persónuárásirnar náðu hámarki í gær brotnaði ég gjörsamlega og fannst mér ég þá tilneydd að svara fólkinu sem hefur verið að níðast á okkur. Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur,“ segir hún í lok færslu sinnar. Hökulaus maðkur og erindislaus lúser Uppistandarinn Stefán Ingvar Vigfússon tjáði sig einnig um nýstofnaða hlaðvarpsveitu og sagði hana vera „virkilega spennandi fyrir incela“. Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna. Frosti svaraði fyrir sig með því að kalla Stefán „hökulausan maðk“ og sagði að Stefán liti út fyrir að hafa aldrei fengið kjaftshögg en hefði gott af því. Þess vegna væri hann „wild í tali,“ eins og Frosti orðaði það. Stefán svaraði því á Twitter: „Honum [Frosta] finnst umræða um hugmynda- eða fagurfræðilegar fyrirmyndir vlogsins [hlaðvarpsins] ekki svara verð, en fer þess í stað í mínútu rant um að hann hafi sko fengið ríða? Og segir svo að þurfi að kýla mig í andlitið. Erindslaus lúser.“ Skotveiðileyfi gefið út Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, tók upp hanskann fyrir Stefán í grein sem birtist á vef Heimildarinnar. Þar gagnrýnir Jón Trausti orðanotkun Frosta og segir það að líkja andstæðingi sínum við ógeðfellt dýr, maðk, sé undanfari þjóðarmorða og vísar til dæma úr sögunni. Engar líkur séu þó á því að Frosti kalli þjóðarmorð yfir uppistandara en ekki sé svo ólíklegt að einhverjir af hans beiskustu fylgismönnum muni á einhverjum tímapunkti álita að „réttasta viðbragðið við ásjónu maðksins sé að kýla hann í andlitið, honum til hagsbóta. Í það minnsta eru hughrifin komin og hann veit núna af möguleikanum,“ skrifar Jón Trausti. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar.visir Frosti brást við þessari grein á Facebook þar sem hann segir pistil Jóns kaldhæðnislegan. „Hinn umræddi góði grínisti hafði nefnilega bara skrifað um mig óteljandi færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann veittist að persónu minni og mannorði áður en ég leyfði mér að svara honum í fyrsta skipti núna fyrr í þessari viku,“ skrifar Frosti og segir skotveiðileyfi hafa verið gefið út á sig þar sem hann sé andlag „einhliða frásagnar fyrrverandi maka í sérstökum hlaðvarpsþætti sem gerir út á slíkar frásagnir.“ Hann segist ekki ætla að biðjast afsökunar á að hafa staðið upp gegn ofbeldi netníðinga. Færsla Helgu Gabríelu í heild sinni Kæru vinir Síðastliðið ár hefur verið eitt erfiðasta ár sem ég hef upplifað. Þegar fyrrverandi kærasta eiginmanns míns ákvað að koma opinberlega fram með einhliða frásögn sína af sambandi þeirra sem lauk fyrir 10 árum umturnaðist líf fjölskyldu minnar. Þegar ég kynntist Frosta árið 2014 var hann enn að jafna sig af því andlega ofbeldi sem hann varð fyrir í því sambandi og ég veit nógu mikið um það mál til að vita hversu ósanngjörn umfjöllunin um það hefur verið. Eiginmaður minn axlaði þá ábyrgð á sinni eigin líðan með mikilli sjálfsvinnu með fagaðilum, sálfræðingi og áfallaþerapista. Upp úr því fór líf okkar að blómstra, við giftum okkur, eignuðumst börn og höfum síðan þá verið að einbeita okkur að því að rækta fjölskylduna. Það varð okkur því mikið áfall þegar umrædd fyrrverandi kærasta tók málið upp með þessum hætti, tíu árum eftir þeirra síðustu samskipti og málaði eiginmann minn upp sem verstu ófreskju. Ég get ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og öll fjölskylda hans geldur fyrir það. Eitt er að vera ein heima með börnin á meðan maðurinn minn fer á sjóinn og annað að upplifa allar árásirnar á hann, sem hafa verið nær linnulausar síðustu 10 mánuði. Ég upplifi þær árásir sem árásir á mig og það sem verra er, ég upplifi þær sem árásir á börnin mín. Allan þennan tíma fram til þessa hef ég aldrei svarað fyrir mig en þegar netníðið og persónuárásirnar náðu hámarki í gær brotnaði ég gjörsamlega og fannst mér ég þá tilneydd að svara fólkinu sem hefur verið að níðast á okkur. Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur. Kveðja Helga Gabríela Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Frosti fór í leyfi frá störfum sínum hjá Sýn í mars á síðasta ári þar sem hann hafði starfað sem dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2. Ástæðan var viðtal í þættinum Eiginkonur á Stundinni. Þar sagðist Edda Pétursdóttir, fyrrverandi kærasta Frosta, hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi hann tekið upp án hennar vitundar á meðan þau voru enn saman. Frosti óskaði eftir því að fara í leyfi þegar málið kom upp og birti yfirlýsingu þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á sinni hegðun. Hann kvaðst hafa verið haldinn þráhyggju í kjölfar sambandsslita þeirra og sagðist sjá mikið eftir hegðun sinni. Á dögunum sneri hann aftur á sjónarsviðið og stofnaði efnisveituna Brotkast, ásamt Helgu Gabríelu. Í fyrsta þætti segir Frosti meðal annars að að feðraveldið sé „uppdiktuð bullukollukenning“ og uppskar mikla gagnrýni á Twitter fyrir vikið. Í tísti stakk Guðrún Ósk Þórudóttir, sem einnig er hlaðvarpsstjórnandi, upp á því í hæðnistón að Frosti og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason skrifi bók saman um hve mikil fórnarlömb þeir séu. Sölvi steig úr sviðljósinu í rúmt ár eftir að hafa verið tilkynntur til lögreglu vegna meints ofbeldis. Helga Gabríela svaraði því tísti og stingur upp á að Guðrún „skelli sér á hlaupabrettið“ og „hætti að vera svona ógeðslegur netníðingur“. Því tísti var svarað af Tönju Ísfjörð, meðlimi félagasamtakanna Öfga, sem sakar Helgu um líkamssmánun. Í tísti sem Helga Gabríela hefur nú eytt segir hún Guðrúnu Ósk og Tanju Ísfjörð, meðlimi Öfga, að „skella sér á brettið og taka mataræðið í gegn”. Þannig gætu þær fengið að ríða og væru ekki svo gramar út í lífið. skjáskot Tilneydd til að svara Helga Gabríela hefur nú eytt sínum tístum og segist sjá mikið eftir því að hafa svarað í sömu mynt, eins og hún orðar það á Facebook. Í sömu færslu segist hún hafa kynnst Frosta árið 2014 þegar hann hafi enn verið að jafna sig af því andlega ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir í fyrra sambandi „og ég veit nógu mikið um það mál til að vita hversu ósanngjörn umfjöllunin um það hefur verið.“ Frosti gekkst við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar í mars á síðasta ári en segir þær nú að hluta til sannar í nýrri færslu á Facebook. Helga Gabríela segir líf þeirra Frosta hafa farið að blómstra þar til Edda, fyrrverandi kærasta Frosta, tók málið upp að nýju. Helga segir hana hafa málað Frosta upp sem ófreskju. „Ég get ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og öll fjölskylda hans geldur fyrir það,“ skrifar Helga Gabríela. Hún segist upplifa þær árásir sem árásir á hana sjálfa. „Allan þennan tíma fram til þessa hef ég aldrei svarað fyrir mig en þegar netníðið og persónuárásirnar náðu hámarki í gær brotnaði ég gjörsamlega og fannst mér ég þá tilneydd að svara fólkinu sem hefur verið að níðast á okkur. Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur,“ segir hún í lok færslu sinnar. Hökulaus maðkur og erindislaus lúser Uppistandarinn Stefán Ingvar Vigfússon tjáði sig einnig um nýstofnaða hlaðvarpsveitu og sagði hana vera „virkilega spennandi fyrir incela“. Incel stendur fyrir involuntary celibate (tilneyddur í skírlífi) og er yfirleitt hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem trúir því að vangeta hans til að eiga í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur sé konunum að kenna. Frosti svaraði fyrir sig með því að kalla Stefán „hökulausan maðk“ og sagði að Stefán liti út fyrir að hafa aldrei fengið kjaftshögg en hefði gott af því. Þess vegna væri hann „wild í tali,“ eins og Frosti orðaði það. Stefán svaraði því á Twitter: „Honum [Frosta] finnst umræða um hugmynda- eða fagurfræðilegar fyrirmyndir vlogsins [hlaðvarpsins] ekki svara verð, en fer þess í stað í mínútu rant um að hann hafi sko fengið ríða? Og segir svo að þurfi að kýla mig í andlitið. Erindslaus lúser.“ Skotveiðileyfi gefið út Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, tók upp hanskann fyrir Stefán í grein sem birtist á vef Heimildarinnar. Þar gagnrýnir Jón Trausti orðanotkun Frosta og segir það að líkja andstæðingi sínum við ógeðfellt dýr, maðk, sé undanfari þjóðarmorða og vísar til dæma úr sögunni. Engar líkur séu þó á því að Frosti kalli þjóðarmorð yfir uppistandara en ekki sé svo ólíklegt að einhverjir af hans beiskustu fylgismönnum muni á einhverjum tímapunkti álita að „réttasta viðbragðið við ásjónu maðksins sé að kýla hann í andlitið, honum til hagsbóta. Í það minnsta eru hughrifin komin og hann veit núna af möguleikanum,“ skrifar Jón Trausti. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar.visir Frosti brást við þessari grein á Facebook þar sem hann segir pistil Jóns kaldhæðnislegan. „Hinn umræddi góði grínisti hafði nefnilega bara skrifað um mig óteljandi færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann veittist að persónu minni og mannorði áður en ég leyfði mér að svara honum í fyrsta skipti núna fyrr í þessari viku,“ skrifar Frosti og segir skotveiðileyfi hafa verið gefið út á sig þar sem hann sé andlag „einhliða frásagnar fyrrverandi maka í sérstökum hlaðvarpsþætti sem gerir út á slíkar frásagnir.“ Hann segist ekki ætla að biðjast afsökunar á að hafa staðið upp gegn ofbeldi netníðinga. Færsla Helgu Gabríelu í heild sinni Kæru vinir Síðastliðið ár hefur verið eitt erfiðasta ár sem ég hef upplifað. Þegar fyrrverandi kærasta eiginmanns míns ákvað að koma opinberlega fram með einhliða frásögn sína af sambandi þeirra sem lauk fyrir 10 árum umturnaðist líf fjölskyldu minnar. Þegar ég kynntist Frosta árið 2014 var hann enn að jafna sig af því andlega ofbeldi sem hann varð fyrir í því sambandi og ég veit nógu mikið um það mál til að vita hversu ósanngjörn umfjöllunin um það hefur verið. Eiginmaður minn axlaði þá ábyrgð á sinni eigin líðan með mikilli sjálfsvinnu með fagaðilum, sálfræðingi og áfallaþerapista. Upp úr því fór líf okkar að blómstra, við giftum okkur, eignuðumst börn og höfum síðan þá verið að einbeita okkur að því að rækta fjölskylduna. Það varð okkur því mikið áfall þegar umrædd fyrrverandi kærasta tók málið upp með þessum hætti, tíu árum eftir þeirra síðustu samskipti og málaði eiginmann minn upp sem verstu ófreskju. Ég get ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og öll fjölskylda hans geldur fyrir það. Eitt er að vera ein heima með börnin á meðan maðurinn minn fer á sjóinn og annað að upplifa allar árásirnar á hann, sem hafa verið nær linnulausar síðustu 10 mánuði. Ég upplifi þær árásir sem árásir á mig og það sem verra er, ég upplifi þær sem árásir á börnin mín. Allan þennan tíma fram til þessa hef ég aldrei svarað fyrir mig en þegar netníðið og persónuárásirnar náðu hámarki í gær brotnaði ég gjörsamlega og fannst mér ég þá tilneydd að svara fólkinu sem hefur verið að níðast á okkur. Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur. Kveðja Helga Gabríela
Færsla Helgu Gabríelu í heild sinni Kæru vinir Síðastliðið ár hefur verið eitt erfiðasta ár sem ég hef upplifað. Þegar fyrrverandi kærasta eiginmanns míns ákvað að koma opinberlega fram með einhliða frásögn sína af sambandi þeirra sem lauk fyrir 10 árum umturnaðist líf fjölskyldu minnar. Þegar ég kynntist Frosta árið 2014 var hann enn að jafna sig af því andlega ofbeldi sem hann varð fyrir í því sambandi og ég veit nógu mikið um það mál til að vita hversu ósanngjörn umfjöllunin um það hefur verið. Eiginmaður minn axlaði þá ábyrgð á sinni eigin líðan með mikilli sjálfsvinnu með fagaðilum, sálfræðingi og áfallaþerapista. Upp úr því fór líf okkar að blómstra, við giftum okkur, eignuðumst börn og höfum síðan þá verið að einbeita okkur að því að rækta fjölskylduna. Það varð okkur því mikið áfall þegar umrædd fyrrverandi kærasta tók málið upp með þessum hætti, tíu árum eftir þeirra síðustu samskipti og málaði eiginmann minn upp sem verstu ófreskju. Ég get ekki ætlast til að fólk skilji hvernig það er að vera í þessum aðstæðum, þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu býður ekki upp á að karlmaður verji sig þegar á hann er ráðist og öll fjölskylda hans geldur fyrir það. Eitt er að vera ein heima með börnin á meðan maðurinn minn fer á sjóinn og annað að upplifa allar árásirnar á hann, sem hafa verið nær linnulausar síðustu 10 mánuði. Ég upplifi þær árásir sem árásir á mig og það sem verra er, ég upplifi þær sem árásir á börnin mín. Allan þennan tíma fram til þessa hef ég aldrei svarað fyrir mig en þegar netníðið og persónuárásirnar náðu hámarki í gær brotnaði ég gjörsamlega og fannst mér ég þá tilneydd að svara fólkinu sem hefur verið að níðast á okkur. Ég svaraði í sömu mynt og ég sé mikið eftir því. Ég var ekki með sjálfri mér. Auðvitað átti ég aldrei að svara og ég mun aldrei gera það aftur. Kveðja Helga Gabríela
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent