Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir Árni Jóhannsson skrifar 27. janúar 2023 22:30 Kári Jónsson var stigahæstur á vellinum í kvöld Vísir/Bára Dröfn Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega. Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“ Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“
Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55