Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 22:04 Mótmælt hefur verið fyrir framan sænsku ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl. EPA-EFE/SEDAT SUNA Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. „Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá. Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
„Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá.
Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira