„Þetta er óþekkjanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2023 20:30 Gámur og vinnuskúr voru staðsettir þar sem rauði hringurinn er. Svörtu hringirnir sýna staðsetningu þeirra eftir flóðið. Kristbjörn B. Einarsson Mikið tjón varð hjá ábúendum á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi þegar gríðarlegt krapaflóð varð í Hvítá aðfaranótt föstudags. Bóndi segir svæðið óþekkjanlegt og man ekki eftir öðru eins flóði. Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni. Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni.
Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira