Handbolti

Þurfti að fara í lyfja­próf strax eftir úr­slita­leikinn: „Eyði­leggur partíið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henrik Møllgaard þurfti að fara í lyfjapróf strax eftir úrslitaleik HM.
Henrik Møllgaard þurfti að fara í lyfjapróf strax eftir úrslitaleik HM. getty/Michael Campanella

Henrik Møllgaard, varnarjaxl danska handboltalandsliðsins, gat ekki fagnað heimsmeistaratitlinum almennilega með félögum sínum því hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir úrslitaleik HM í gær.

Danir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn í röð eftir sigur á Frökkum, 29-34, í úrslitaleik í gær.

Møllgaard og fjórir samherjar hans þurftu að bíða eftir því að fagna heimsmeistaratitlinum því þeir þurfti að fara í lyfjapróf eftir úrslitaleikinn.

„Ég hlakka til að fagna. Ég er búinn að fá nóg af lyfjaeftirlitinu sem birtist allt í einu í fyrsta sinn í fjórar vikur og eyðileggur partíið,“ sagði Møllgaard.

„En þegar þetta er afstaðið mun mér líða enn betur. Ég þarf bara að pissa síðan kem ég. Þeir hefðu getað gert þetta einhvern annan dag.“

Danir eru fyrsta liðið í sögu HM sem vinnur mótið þrisvar sinnum í röð. Danska liðið er ósigrað í 28 leikjum í röð á HM sem er að sjálfsögðu met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×