Haltrandi tengdasonur leiddi Höfðingjana í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 09:01 Kansas City Chiefs maðurinn Patrick Mahomes fagnar sigri með dóttur sinni Sterling Skye Mahomes eftir sigurinn á Cincinnati Bengals í nótt. Getty/Kevin C. Cox Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles spila í Super Bowl í NFL deildinni í ár en það var ljóst eftir að liðin unnu úrslitaleiki deildanna í gær og nótt. Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023 NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira