Ætlar ekki að beita sér gegn miðlunartillögunni Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 08:59 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Vinnumarkaðsráðherra segist ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillögu sína til baka. Hann segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara og segist ætla að funda með Eflingu þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, óskaði í síðustu viku eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Fundurinn átti að fara fram í dag en vegna veðurs var flugi ráðherrans til Kaupmannahafnar flýtt og fundinum frestað. Í gær sagði Sólveig að hún krefðist þess að ráðherra myndi beita sér gegn miðlunartillögunni. Ríkissáttasemjari vill leggja tillögu sína í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar en félagið hefur ekki viljað afhenda kjörskrá. Sáttasemjari leitaði á föstudag til héraðsdóms til að fá gögnin afhent og tekur héraðsdómur beiðni sáttasemjara fyrir í dag. Í samtali við RÚV segist Guðmundur ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillöguna til baka. Hann segir að embættið sé sjálfstætt í sínum störfum og að hann beri fullt traust til ríkissáttasemjara í deilum Eflingar og SA, sem og í öðrum verkefnum embættisins. Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Þá mun hann ekki beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari komi ekki meira að viðræðunum líkt og stjórn Eflingar hafði krafist. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34 Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, óskaði í síðustu viku eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Fundurinn átti að fara fram í dag en vegna veðurs var flugi ráðherrans til Kaupmannahafnar flýtt og fundinum frestað. Í gær sagði Sólveig að hún krefðist þess að ráðherra myndi beita sér gegn miðlunartillögunni. Ríkissáttasemjari vill leggja tillögu sína í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar en félagið hefur ekki viljað afhenda kjörskrá. Sáttasemjari leitaði á föstudag til héraðsdóms til að fá gögnin afhent og tekur héraðsdómur beiðni sáttasemjara fyrir í dag. Í samtali við RÚV segist Guðmundur ekki ætla að beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari dragi miðlunartillöguna til baka. Hann segir að embættið sé sjálfstætt í sínum störfum og að hann beri fullt traust til ríkissáttasemjara í deilum Eflingar og SA, sem og í öðrum verkefnum embættisins. Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Þá mun hann ekki beita sér fyrir því að ríkissáttasemjari komi ekki meira að viðræðunum líkt og stjórn Eflingar hafði krafist.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34 Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ 30. janúar 2023 06:34
Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31
Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30