Er siðferði heilbrigðisstétta geðþóttarákvörðun hverju sinni? Málfríður Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 30. janúar 2023 14:00 Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun