Punktur & basta: AC Milan í frjálsu falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 15:00 AC Milan leikmaðurinn Sandro Tonali er hér sparkaður niður á móti Sassuolo. AP/Antonio Calanni Punktur & basta fór yfir leiki helgarinnar í ítalska fótboltanum og þá sérstaklega óvæntan skell AC Milan liðsins. Ítölsku meistararnir í AC Milan eru að upplifa mjög erfiða tíma núna. AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Ítalski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti