Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2023 16:23 Moskan er nærri lögreglustöð og voru fjölmargir lögregluþjónar þar inni. AP/Muhammad Sajjad Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. Fjöldi látinna hefur hækkað hratt í dag. Margir hinna særðu er enn skráðir í alvarlegu ástandi og þykir líklegt að tala látinna muni hækka enn frekar. Talibanar í Pakistan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er ein mannskæðasta hryðjuverkaárás í Pakistan um árabil. AP fréttaveitan segir að verið sé að rannsaka hvernig árásarmaðurinn komst inn í moskuna þar sem hún er á öryggissvæði sem inniheldur opinberar stofnanir. Árásum Talibana hefur farið fjölgandi á undanförnum mánuðum en leiðtogar Talibana slitu sig í nóvember frá vopnahléi sem þeir höfðu gert við stjórnvöld í Pakistan. Fréttaveitan hefur eftir Sarbakaf Mohamand, einum af leiðtogum Talibana í Pakistan, um að árásarmaðurinn hafi verið á þeirra vegum. Ekki hefur náðst í talsmann samtakanna. Rúmlega þrjú hundruð manns voru í bænahúsinu og voru fleiri þar fyrir utan, á leiðinni inn, þegar maðurinn sprengdi sig í loft upp. Þak hússins hrundi á fólk sem skaðaðist ekki í sprengingunni sjálfri. Sjá einnig: Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Peshawar er í norðurhluta Pakistans, nærri landamærum Afganistans, og eru Talibanar umsvifamiklir á svæðinu. Árásir Talibana hafa verið tíðar í borginni. Talibanar í Pakistan kallast Tehreek-e-Taliban Pakistan eða TTP og hafa staðið í blóðugum átökum við öryggissveitir Í Pakistan og óbreytta borga í minnst fimmtán ár. Hreyfingin er nátengd en þó aðskilin Talibönum í Afganistan. Pakistan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Fjöldi látinna hefur hækkað hratt í dag. Margir hinna særðu er enn skráðir í alvarlegu ástandi og þykir líklegt að tala látinna muni hækka enn frekar. Talibanar í Pakistan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er ein mannskæðasta hryðjuverkaárás í Pakistan um árabil. AP fréttaveitan segir að verið sé að rannsaka hvernig árásarmaðurinn komst inn í moskuna þar sem hún er á öryggissvæði sem inniheldur opinberar stofnanir. Árásum Talibana hefur farið fjölgandi á undanförnum mánuðum en leiðtogar Talibana slitu sig í nóvember frá vopnahléi sem þeir höfðu gert við stjórnvöld í Pakistan. Fréttaveitan hefur eftir Sarbakaf Mohamand, einum af leiðtogum Talibana í Pakistan, um að árásarmaðurinn hafi verið á þeirra vegum. Ekki hefur náðst í talsmann samtakanna. Rúmlega þrjú hundruð manns voru í bænahúsinu og voru fleiri þar fyrir utan, á leiðinni inn, þegar maðurinn sprengdi sig í loft upp. Þak hússins hrundi á fólk sem skaðaðist ekki í sprengingunni sjálfri. Sjá einnig: Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Peshawar er í norðurhluta Pakistans, nærri landamærum Afganistans, og eru Talibanar umsvifamiklir á svæðinu. Árásir Talibana hafa verið tíðar í borginni. Talibanar í Pakistan kallast Tehreek-e-Taliban Pakistan eða TTP og hafa staðið í blóðugum átökum við öryggissveitir Í Pakistan og óbreytta borga í minnst fimmtán ár. Hreyfingin er nátengd en þó aðskilin Talibönum í Afganistan.
Pakistan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira