Körfubolti

„Hélt hann myndi taka þetta tíma­bil með trompi“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur Orri Valsson á meira inni samkvæmt Sævari Sævarssyni.
Valur Orri Valsson á meira inni samkvæmt Sævari Sævarssyni. Vísir/Bára Dröfn

Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Hvaða leikmaður hefur komið mest á óvart?

Mátti vera bæði jákvætt og neikvætt.

„Óli Óla [Ólafur Ólafsson] hefur mér fundist góður. Ég ætla að henda vini mínum Val Orra (Valssyni) undir vagninn. Hann hefur komið mér á óvart, ég hélt hann myndi taka þetta tímabil með trompi. Hann á mikið inni. Hann er hinum megin,“ sagði Sævar Sævarsson.

Brynjar Þór Björnsson, hinn sérfræðingur þáttarins, nefndi Dag Kár Jónsson og það ekki á jákvæðan hátt. Hvað varðar að koma á óvart á góðan hátt þá nefndi hann Kára Jónsson til sögunnar.

„Kári einhvern veginn stýrir öllu og hefur tekið lyklavöldin á Hlíðarenda eftir að Pavel [Ermolinskij] fór.“

Þurfa Blikar á styrkingu að halda?

„Ég vil að þeir haldi sjó. Finnst það vel gert, að fylgja sínu. Pétur [Ingvarsson] er með sinn hóp. Ekki með dýran hóp. Geggjað leikplan, allt öðruvísi en öll önnur lið. Að bæta við leikmanni er svo mikið „gamble“ nema Hilmar Pétursson væri laus og þeir myndu pikka hann upp,“ sagði Brynjar Þór.

„Mér finnst þetta svo vel gert gagnvart aðdáendum liðsins, að þurfa ekki að vera alltaf að læra ný nöfn á erlendum leikmönnum. Finnst þetta gott hjá Pétri, halda þessu liði og vera ekki að rugga bátnum.“

Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Hélt hann myndi taka þetta tímabil með trompi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×