Sjáðu heitasta framherjann á Ítalíu minna vel á sig á móti Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 15:01 Victor Osimhen tók af sér grímuna þegar hann fagnaði marki sínu yrir Napoli á móti Roma á Diego Armando Maradona leikvanginum. AP/Alessandro Garofalo Napoli er á góðri leið að verða ítalskur meistari í fyrsta skiptið án hjálpar frá Diego heitnum Maradona. Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20. Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20.
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira