Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:48 Jaafar Jackson mun leika föðurbróður sinn Michael í nýrri kvikmynd um lífshlaup hans. Getty/samsett Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. „Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar. Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar.
Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira