Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 13:52 Farþegum Strætó í leið 18 var vísað út úr vögnunum í gær við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Framkvæmdastjóri Strætó segir málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes. Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes.
Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira