Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 22:31 Svanfríður Jónasdóttir fyrir utan heimili sitt á Dalvík. Beint fyrir framan húsið er lögreglustöðin í Ennis, sem raunar er pósthúsið á Dalvík. Vísir/Tryggvi Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“ Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“
Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira